Stofnárs nýrra kaupstaða, bæja og hreppa er getið í sviga aftan við heitið svo og árs er breyting varð á mörkum sveitarfélags eða sýslu. Skráin sem fylgir töflunni sýnir breytingar á mörkum og réttindum sveitarfélaga á tímabilinu frá 1. nóv. 1901 til 3. des. 1990. Breytingum er raðað í tímaröð og er skráin hugsuð til frekari skýringa við ártölin sem eru aftan við nafn sveitarfélags eða sýslu.
Sveitarfélag
Reykjavík (1786, 1923, 1929, 1932, 1943, 1953, 1978)
Jarðirnar Breiðholt, Bústaðir og Eiði í Seltjarnarneshreppi og hluti jarðanna Ártún og Árbær í Mosfellshreppi lagðar til Reykjavíkur. Lög nr. 46 20. júní 1923. Í gildi 6. júní 1923. Jarðirnar Ártún og Árbær í Mosfellshreppi lagðar að fullu til Reykjavíkur. Lög nr. 49 14. júní 1929. Í gildi 1. janúar 1929. Jarðirnar Þormóðsstaðir og Skildinganes í Seltjarnarneshreppi lagðar til Reykjavíkur svo og verslunar staðurinn Skildinganes. Lög nr. 69 8. september 1931. Í gildi 1. janúar 1932.Jarðirnar Elliðavatn og Hólmur í Seltjarnarneshreppi og Gufunes, Keldur, Eiði, Knútskot, Korpúlfsstaðir, Lambhagi, Reynisvatn og hluti Grafarholts í Mosfellshreppi lagðar til Reykjavíkur. Lög nr. 52 14. apríl 1943. Í gildi 1. maí 1943. Jörðin Grafarholt í Mosfellshreppi endanlega lögð undir Reykjavík. Lög nr. 52 14. apríl 1943. Í gildi 1. maí 1953. Eyjarnar Viðey, Engey og Akurey í Seltjarnarneshreppi lagðar til Reykjavíkur. Mörk Reykjavíkur og Seltjarnarness breytast með makaskiptum á landi. Lög nr. 30 12. maí 1978.
Kópavogur (1955)
Hreppurinn fær kaupstaðarréttindi. Lög nr. 30 11. maí 1955.
Seltjarnarnes (1974, 1978)
Hreppnum skipt og Kópavogshreppur stofnaður úr hluta hans. Seltjarnarneshreppur tekur yfir Seltjarnarnes vestan Reykjavíkur og á sameiginleg mörk með Reykjavík að austan en að öðru leyti ræður strandlengja nessins þeim hreppi. Honum fylgja einnig eyjar þær er áður hafa tilheyrt Seltjarnarneshreppi. Kópavogshreppur tekur yfir þann hluta Seltjarnarneshrepps hins forna sem er sunnan og austan Reykjavíkur og eru hreppamörk hins nýja hrepps þessi: Að norðan lögsagnarumdæmi Reykjavíkur að Elliðakotslandi í Mosfellshreppi. Eftir það ráða að norðan og austan landamerki jarðanna Elliðakots í Mosfellshreppi og Gunnarshólma, Geirlands og Lækjarbotna í Kópavogshreppi. Að sunnan ráða hreppamörkum landamerki jarðanna Vífilsstaða, Hofsstaða og Arnarness í Garðahreppi og Vatnsenda, Fífuhvamms, Smárahvamms og Kópavogs í Kópavogshreppi til sjávar í Kópavogi. Þaðan ræður strandlengjan að vestan í Fossvogslækjarós. Stjórnarráðsbréf nr. 161 10. desember 1948. Í gildi 1. janúar 1948.
Garðabær (1976, 1978)
Mörk Garðabæjar og Hafnarfjarðar breytast með makaskiptum á landi. Lög nr. 34 12. maí 1978.
Hafnarfjörður (1908, 1936, 1959, 1978)
Hafnarfjarðarkaupstaður stofnaður úr landi Garðahrepps. Lög nr. 75 22. nóvember 1907. Í gildi 1. júní 1908. Jarðirnar Krísuvík og Stóri-Nýibær í Grindavíkurhreppi og land úr Garðahreppi lagt undir Hafnarfjörð. Lög nr. 11 1. febrúar 1936. Land úr Garðahreppi lagt undir Hafnarfjörð. Lög nr. 31 9. maí 1959. Land úr Garðahreppi lagt undir Hafnarfjörð. Lög nr. 46 23. maí 1964.
Land úr Garðahreppi lagt undir Hafnarfjörð. Lög nr. 46 16. apríl 1971. Land úr Garðahreppi lagt undir Hafnarfjörð. Lög nr. 110 31. desember 1974.
Bessastaðahreppur (1974)
Hreppurinn skilinn frá Gullbringusýslu og lagður til Kjósarsýslu. Lög nr. 43 24. apríl 1973. Í gildi 1. janúar 1974.
Seltjarnarneshreppur (1923, 1932, 1943, 1948, 1974)
Hreppurinn fær kaupstaðarréttindi. Lög nr. 16 9. apríl 1974.
Mosfellshreppur/-bær (1923, 1929, 1943, 1953, 1987)
Hreppurinn verður bær. Auglýsing nr. 371 31. júlí 1987. Í gildi 9. ágúst 1987.
Keflavík (1949, 1966)
Berg í Gerðahreppi lagt til Keflavíkur. Lög nr. 51 13. maí 1966.
Grindavíkurhreppur (1936, 1974)
Hreppurinn fær kaupstaðarréttindi. Lög nr. 18 10. apríl 1974.
Hafnahreppur
Land úr Nesjahreppi lagt undir Hafnarhrepp. Lög nr. 49 6. maí 1966. Hreppurinn verður bær. Auglýsing nr. 537 15. desember 1988. Í gildi 31. desember 1988.
Miðneshreppur
Hreppurinn verður bær og nefnist Sandgerði. Auglýsing nr. 454 15. nóvember 1990. Í gildi 3. desember 1990.
Rosmhvalaneshreppur (1908)
Rosmhvalaneshreppur, að fráskilinni jörðinni Keflavík, verður Gerðahreppur. Njarðvíkurhreppur og Keflavík sameinast í Keflavíkurhreppi. Stjórnarráðsbréf nr. 65 15. júní 1908. Í gildi 14. maí 1908.
Keflavíkurhreppur (1908, 1942, 1949)
Hreppnum skipt og Njarðvíkurhreppur stofnaður úr hluta hans. Stjórnarráðsbréf nr. 2 22. janúar 1942. Í gildi 1. janúar 1942. Hreppurinn fær kaupstaðarréttindi. Lög nr. 17 22. mars 1949.
Njarðvíkurhreppur (1908, 1942, 1975)
Hreppurinn fær kaupstaðarréttindi. Lög nr. 86 24. desember 1975.
Garðahreppur (1908, 1936, 1959, 1964, 1971, 1974)
Hreppurinn skilinn frá Gullbringusýslu og lagður til Kjósarsýslu. Lög nr. 43 24. apríl 1973. Í gildi 1. janúar 1974.Hreppurinn fær kaupstaðarréttindi og nefnist Garðabær. Lög nr. 83 24. desember 1975. Í gildi 1. janúar 1976.
Akranes (1942, 1964)
Land úr Innri-Akraneshreppi lagt undir Akranes. Lög nr. 45 23. maí
1964.
Ólafsvík (1983, 1990)
Fróðárhreppur sameinaður Ólafsvík. Auglýsing nr. 133 16. mars 1990. Í gildi 1. apríl 1990.
Hvalfjarðarstrandarhreppur (1955)
Jörðin Grafardalur í Skorradalshreppi lögð undir Hvalfjarðarstrandarhrepp. Stjórnarráðsbréf nr. 41 22. mars 1955. Í gildi 1. apríl 1955.
Ytri-Akraneshreppur (1942)
Hreppurinn fær kaupstaðarréttindi og nefnist Akranes. Lög nr. 45 27. júní 1941. Í gildi 1. janúar 1942.
Borgarhreppur (1913)
Hreppnum skipt og Borgarneshreppur stofnaður úr hluta hans. Stjórnarráðsbréf nr. 62 26. mars 1913.
Borgarnes (1913, 1987)
Hreppurinn verður bær. Auglýsing nr. 468 14. október 1987. Í gildi 24. október 1987.
Neshreppur innan Ennis (1911)
Hreppnum skipt í Ólafsvíkurhrepp og Fróðárhrepp. Stjórnarráðsbréf nr. 69 12. apríl 1911.
Ólafsvíkurhreppur (1911, 1983)
Hreppurinn fær kaupstaðarréttindi. Lög nr. 34 23. mars 1983.
Skógarstrandarhreppur
Hreppurinn verður bær. Auglýsing nr. 213 18. maí 1987.
Skarðsstrandarhreppur (1918)
Hreppnum skipt í Klofningshrepp og Skarðshrepp. Stjórnarráðsbréf nr. 84 13. júlí 1918.
Klofningshreppur (1918, 1986)
Hreppnum skipt, jarðirnar Ballará og Melar lagðar til Skarðshrepps en aðrar jarðir til Fellsstrandarhrepps. Auglýsing nr. 370 30. júlí 1986. Í gildi 1. september 1986.
Ísafjörður (1866, 1918, 1971)
Jörðin Seljaland í Eyrarhreppi lögð til Ísafjarðar. Lög nr. 67 14. nóvember 1917. Í gildi 1. janúar 1918. Eyrarhreppur sameinaður Ísafirði. Auglýsing nr. 176 20. ágúst 1971. Í gildi 3. október
1971.
Reykhólahreppur (1987)
Geiradalshreppur, Gufudalshreppur, Múlahreppur og Flateyjarhreppur sameinaðir Reykhólahreppi. Auglýsing nr. 221 15. maí 1987. Í gildi 4. júlí 1987.
Rauðasandshreppur (1907)
Hreppnum skipt og Patrekshreppur stofnaður úr hluta hans. Stjórnarráðsbréf nr. 46 20. apríl 1907.
Bíldudalshreppur (1987)
Hreppurinn verður til þegar Ketildalahreppur er sameinaður Suðurfjarðahreppi. Auglýsing nr. 302 23. júní 1987. Í gildi 1. júlí 1987.
Þingeyrarhreppur (1990)
Auðkúluhreppur sameinaður Þingeyrarhreppi. Auglýsing nr. 120 2. mars 1990. Í gildi 1. apríl 1990.
Mosvallahreppur (1922)
Hreppnum skipt og Flateyrarhreppur stofnaður úr hluta hans. Stjórnarráðsbréf nr. 56 6. maí 1922.
Hólshreppur (1974)
Hreppurinn fær kaupstaðarréttindi og nefnist Bolungarvík. Lög nr. 17 10. apríl 1974.
Snæfjallahreppur (1964)
Grunnavíkurhreppur sameinaður Snæfjallahreppi. Stjórnarráðsbréf nr. 236 30. desember 1963. Í gildi 1. janúar 1964.
Sléttuhreppur (1953)
Hreppurinn leggst í auðn en réttarstaða hans hélst óviss þar til Sléttuhreppur var lagður til Ísafjarðar árið 1995. Lög nr. 131 14. desember 1995. Sjá einnig auglýsingu nr. 112 13. febrúar 1996.
Hrófbergshreppur (1943, 1987)
Hreppnum skipt og Hólmavíkurhreppur stofnaður úr hluta hans. Stjórnarráðsbréf nr. 70 19. maí 1943.
Hólmavíkurhreppur (1943, 1987)
Hrófbergshreppur sameinaður Hólmavíkurhreppi. Auglýsing nr. 440 24. október 1986. Í gildi 1. janúar 1987.
Sauðárkrókur (1947)
Hreppurinn fær kaupstaðarréttindi. Lög nr. 57 24. maí 1947.
Kirkjuhvammshreppur (1938)
Hreppnum skipt og Hvammstangahreppur stofnaður úr hluta hans. Stjórnarráðsbréf nr. 12 22. júní 1938. Í gildi 1. júlí 1938.
Torfalækjarhreppur (1914)
Hreppnum skipt og Blönduóshreppur stofnaður úr hluta hans. Stjórnarráðsbréf nr. 59 27. maí 1914.
Blönduós (1914, 1936, 1988)
Blönduóskauptún norðan Blöndu skilið frá Engihlíðarhreppi og sameinað Blönduóshreppi. Lög nr. 15 1. febrúar 1936. Hreppurinn verður bær. Auglýsing nr. 303 22. júní 1988. Í gildi 4. júlí 1988.
Vindhælishreppur (1939)
Hreppnum skipt og Höfðahreppur og Skagahreppur stofnaðir úr hluta hans. Stjórnarráðsbréf nr. 87 22. nóvember 1938. Í gildi 1. janúar
1939.
Sauðárhreppur (1907)
Hreppnum skipt í Skarðshrepp og Sauðárkrókshrepp. Stjórnarráðsbréf nr. 39 19. apríl 1907.
Hofshreppur (1948, 1990)
Hreppnum skipt og Hofsóshreppur stofnaður úr hluta hans. Stjórnarráðsbréf nr. 101 15. október 1948. Í gildi 1. janúar 1948. Hofsóshreppur og Fellshreppur sameinaðir Hofshreppi. Auglýsing nr. 131 16. mars 1990. Í gildi 10. júní 1990.
Fljótahreppur (1988)
Hreppurinn verður til við sameiningu Haganeshrepps og Holtshrepps. Auglýsing nr. 126 24. febrúar 1988. Í gildi 1. apríl 1988.
Akureyri (1862, 1909, 1920, 1955)
Jörðin Naust í Hrafnagilshreppi lögð undir Akureyri. Lög nr. 28 9. júlí 1909. Í gildi 6. júní 1909. Jarðirnar Kjarni og Hamrar í Hrafnagilshreppi lagðar til Akureyrar. Lög nr. 17 18. maí 1920. Í gildi 6. júní 1920.
Glerárþorp í Glæsibæjarhreppi ásamt jörðunum Bandagerði, Rangárvöllum, Kollugerði, Hlíðarenda, Glerá, Lögmannshlíð, Hesjuvöllum, Kífsá, Hrappstöðum, Mýrarlóni, Grænhóli, Syðra-Krossanesi og Ytra-Krossanesi lagðar til Akureyrar.
Lög nr. 107 18. desember 1954. Í gildi 1. janúar 1955.
Húsavík (1950, 1954)
Jörðin Kaldbakur í Reykjahreppi lögð undir Húsavík. Lög nr. 52 20. apríl 1954. Í gildi 1. maí 1954.
Hvanneyrarhreppur (1919)
Hreppurinn tilheyrði Eyjafjarðarsýslu til ársins 1919 en fékk þá kaupstaðarréttindi og nefndist Siglufjörður. Lög nr. 30 22. nóvember 1918. Í gildi 20. maí 1919. Siglufjörður heyrir undir Norðurland vestra.
Ólafsfjarðarhreppur (1917, 1945)
Til ársins 1917 var heiti hreppsins Þóroddsstaðahreppur en fékk þá nýtt heiti, Ólafsfjarðarhreppur. Stjórnarráðsbréf nr. 103 26. október 1917. Hreppurinn fær kaupstaðarréttindi. Lög nr. 60 31. október 1944. Í gildi 1. janúar 1945.
Svarfaðardalshreppur (1946)
Hreppnum skipt og Dalvíkurhreppur stofnaður úr hluta hans. Lög nr. 203 19. desember 1945. Í gildi 1. janúar 1946.
Dalvíkurhreppur (1946, 1974)
Hreppurinn fær kaupstaðarréttindi. Lög nr. 20 10. apríl 1974.
Árskógshreppur (1911, 1930)
Hreppnum skipt og Hríseyjarhreppur stofnaður úr hluta hans. Stjórnarráðsbréf nr. 52 24. maí 1930.
Arnarneshreppur (1911, 1916)
Hreppnum skipt og Árskógshreppur stofnaður úr hluta hans. Stjórnarráðsbréf nr. 78 24. maí 1911. Jörðin Dunhagakot í Skriðuhreppi lögð undir Arnarneshrepp. Stjórnarráðsbréf nr. 112 21. nóvember 1916. Í gildi 6. júní 1916.
Skriðuhreppur (1910, 1916)
Hreppnum skipt og Öxnadalshreppur stofnaður úr hluta hans. Stjórnarráðsbréf nr. 113 25. ágúst 1910.
Hálshreppur (1907, 1972)
Hreppnum skipt og Flateyjardalshreppur stofnaður úr hluta hans. Nýi hreppurinn hefur ævinlega nefnst Flateyjarhreppur í skýrslum Hagstofunnar. Stjórnarráðsbréf nr. 2 18. janúar 1907. Flateyjarhreppur sameinaður Hálshreppi. Auglýsing nr. 46 23. febrúar 1972. Í gildi 1. mars 1972.
Ljósavatnshreppur (1907)
Hreppnum skipt og Bárðdælahreppur stofnaður úr hluta hans. Stjórnarráðsbréf nr. 38 16. apríl 1907.
Húsavíkurhreppur (1912, 1922, 1950)
Hreppnum skipt og Tjörneshreppur stofnaður úr hluta hans. Stjórnarráðsbréf nr. 72 4. júní 1912. Jörðin Bakki með Tröllakoti í Tjörneshreppi lögð til Húsavíkur. Lög nr. 26 19. júní 1922. Í gildi 1. júní 1922. Hreppurinn fær kaupstaðarréttindi. Lög nr. 109 30. desember 1949.
Tjörneshreppur (1912, 1922, 1933)
Hreppnum skipt og Reykjahreppur stofnaður úr hluta hans. Stjórnarráðsbréf nr. 49 14. júní 1932. Í gildi 1. janúar 1933.
Presthólahreppur (1945)
Hreppnum skipt og Raufarhafnarhreppur stofnaður úr hluta hans. Stjórnarráðsbréf nr. 107 18. september 1944. Í gildi 1. janúar 1945.
Sauðaneshreppur (1946)
Hreppnum skipt og Þórshafnarhreppur stofnaður úr hluta hans. Stjórnarráðsbréf nr. 74 20. júní 1946. Í gildi 1. janúar 1946.
Neskaupstaður (1929, 1943, 1949)
Hluti jarðarinnar Ormsstaða í Norðfjarðarhreppi lagður til Neskaupstaðar. Lög nr. 28 18. febrúar 1943. Í gildi 1. apríl 1943. Landspilda sú er liggur milli Naustalækjar að austan og Ormsstaða að vestan í Norðfjarðarhreppi lögð til Neskaupstaðar. Lög nr. 38 23. maí 1949.
Eskifjörður (1974, 1988)
Helgustaðahreppur sameinaður Eskifirði. Auglýsing nr. 595 24. desember 1987. Í gildi 1. janúar 1988.
Borgarfjarðarhreppur (1973)
Loðmundarfjarðarhreppur sameinaður Borgarfjarðarhreppi. Lög nr. 40 24. maí 1972. Í gildi 1. janúar 1973.
Seyðisfjarðarhreppur (1990)
Seyðisfjarðarhreppur sameinaður Seyðisfirði. Auglýsing nr. 134 16. mars 1990. Í gildi 1. apríl 1990.
Egilsstaðir (1947, 1987)
Jarðirnar Egilsstaðir, Kollstaðir og Kollstaðagerði í Vallahreppi og jarðirnar Eyvindará, Miðhús og Dalhús ásamt eyðibýlinu Þuríðarstöðum í Eiðahreppi mynda Egilsstaðahrepp. Lög nr. 58 24. maí 1947. Í gildi 1. júlí 1947. Hreppurinn verður bær. Auglýsing nr. 214 18. maí 1987. Í gildi 24. maí 1987.
Neshreppur (1913, 1929)
Hreppurinn fær kaupstaðarréttindi og nefnist Neskaupstaður. Lög nr. 48 7. maí 1928. Í gildi 1. janúar 1929.
Norðfjarðarhreppur (1913, 1943, 1949)
Hreppnum skipt og Neshreppur stofnaður úr hluta hans. Stjórnarráðsbréf nr. 78 10. júní 1913.
Eskifjarðarhreppur (1907, 1969, 1974)
Land úr Reyðarfjarðarhreppi milli Bleiksár og Hólmaháls lagt til Eskifjarðarhrepps. Lög nr. 56 25. apríl 1968. Í gildi 1. janúar 1969. Hreppurinn fær kaupstaðarréttindi. Lög nr. 19 10. apríl 1974.
Reyðarfjarðarhreppur (1907, 1969)
Hreppnum skipt og Helgustaðahreppur og Eskifjarðarhreppur stofnaðir úr hluta hans. Helgustaðahreppur nær frá mörkum Norðfjarðarhrepps að Ytri-Mjóeyrarvík og Eskifjarðarhreppur þaðan að Bleiksá. Stjórnarráðsbréf nr. 49 25. maí 1907.
Fáskrúðsfjarðarhreppur (1907)
Hreppnum skipt og Búðahreppur stofnaður úr hluta hans. Stjórnarráðsbréf nr. 48 22. maí 1907.
Breiðdalshreppur (1905)
Hreppnum skipt og Stöðvarhreppur stofnaður úr hluta hans. Stjórnarráðsbréf nr. 126 21. desember 1905.
Geithellnahreppur (1940)
Hreppnum skipt og Búlandshreppur stofnaður úr hluta hans. Stjórnarráðsbréf nr. 7 20. mars 1940.
Nesjahreppur (1946, 1966)
Hreppnum skipt og Hafnarhreppur stofnaður úr hluta hans. Stjórnarráðsbréf nr. 59 12. apríl 1946. Í gildi 1. janúar 1946.
Vestmannaeyjar (1919)
Vestmannaeyjahreppur fær kaupstaðarréttindi. Lög nr. 26 22. nóvember 1918. Í gildi 1. janúar 1919.
Skaftárhreppur (1990)
Hreppurinn verður til við sameiningu Hörgslandshrepps, Kirkjubæjarhrepps, Skaftártunguhrepps, Leiðvallarhrepps og Álftavershrepps. Auglýsing nr. 132 16. mars 1990. Í gildi 10. júní
1990.
Mýrdalshreppur (1984)
Hreppurinn verður til við sameiningu Hvammshrepps og Dyrhólahrepps. Auglýsing nr. 614 17. ágúst 1983. Í gildi 1. janúar 1984.
Ásahreppur (1938)
Hreppnum skipt og Djúpárhreppur stofnaður úr hluta hans. Stjórnarráðsbréf nr. 6 13. janúar 1938. Í gildi 1. janúar 1938.
Eyrarbakkahreppur (1947)
Flóagaflstorfan í Sandvíkurhreppi lögð undir Eyrarbakkahrepp. Lög nr. 52 7. maí 1946. Í gildi 1. janúar 1947.
Selfosshreppur (1947, 1978)
Jarðirnar Selfoss og Hagi ásamt Bjarkarspildu í Sandvíkurhreppi og Hellir ásamt Fossnesi úr Ölfushreppi og sneið af Laugardælalandi í Hraungerðishreppi mynda Selfosshrepp. Lög nr. 52 7. maí 1946. Í gildi 1. janúar 1947. Hreppurinn fær kaupstaðarréttindi. Lög nr. 8 2. maí 1978.
Gnúpverjahreppur (1907)
Jörðin Laxárdalur í Hrunamannahreppi lögð undir Gnúpverjahrepp. Stjórnarráðsbréf nr. 83 18. sept 1907.
Hrunamannahreppur (1978, 1987)
Jarðirnar Auðsholt I, III og IV í Biskupstungnahreppi lagðar til Hrunamannahrepps. Auglýsing nr. 366 29. september 1978. Jörðin Auðsholt V í Biskupstungnahreppi lögð til Hrunamannahrepps. Auglýsing nr. 257 3. júní 1987.
Grímsneshreppur (1905)
Hreppnum skipt og Laugardalshreppur stofnaður úr hluta hans. Stjórnarráðsbréf nr. 116 21. nóvember 1905.
Hveragerði (1946, 1987, 1990)
Hreppurinn verður bær. Auglýsing nr. 294 24. júní 1987. Í gildi 1. júlí 1987. Tvær landspildur úr Ölfushreppi lagðar til Hveragerðis. Auglýsing nr. 435 17. október 1990.
Ölfushreppur (1946, 1989, 1990)
Hreppnum skipt og Hveragerðishreppur stofnaður úr hluta hans. Stjórnarráðsbréf nr. 43 13. mars 1946. Í gildi 1. janúar 1946. Selvogshreppur sameinaður Ölfushreppi. Auglýsing nr. 353 7. júlí 1988. Í gildi 1. janúar 1989.
Óstaðsettir
Flestir óstaðsettir árið 1901 voru farþegar og áhafnir skipa í íslenskum höfnum á manntalsdegi 1. nóvember.